Manchester United ku hafa mikinn áhuga á Xavi Simons, leikmanni RB Leipzig, fyrir sumarið. Daily Mail segir frá.
Simons, sem er 21 árs gamall, var keyptur til Leipzig í vetur eftir að hafa verið þar á láni undanfarin tvö tímabil.
Simons er með tíu mörk og sex stoðsendingar í öllum keppnum, en hann spilar framarlega á miðjunni eða úti á kanti.
Talið er að Simons kosti 67 milljónir punda, en Liverpool hefur einnig sýnt þessum fyrrum leikmanni Paris Saint-Germain áhuga.
Simons er landsliðsmaður Hollands og hefur skorað fjögur mörk í 26 A-landsleikjum.