Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, hefur fulla trú á að liðið geti komið til baka gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld, sem og liðsfélagar hans.
Arsenal vann fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum 3-0 í London og í kvöld er seinni leikur liðanna. Það er því mikið verk að vinna fyrir Real Madrid.
„Um leið og við fórum upp í rútu eftir leikinn í London vorum við farnir að trúa að við gætum komið til baka í seinni leiknum,“ segir Bellingham.
„Við förum með það hugarfar inn í leikinn að það eina sem komi til greina sé að vinna upp forskotið. Við trúum út af sögu félagsins.“