Manchester United er samkvæmt enskum blöðum eitt af þeim liðum sem skoðar nú Aaron Ramsdale markvörð Southampton.
Ramsdale er á förum frá Southampton í sumar en liðið er fallið úr deild þeirra bestu.
Ramsdale var keyptur til Southampton síðasta sumar frá Arsenal þar sem hann var orðinn varamarkvörður.
Enski landsliðsmaðurinn er einnig á blaði hjá West Ham sem hefur mikinn áhuga.
Búist er við að United reyni að losa sig við Andre Onana í sumar og reyni þá að kaupa markvörð en Ruben Amorim hefur misst trúna á Onana.