Samkvæmt Tutto Mercato hefur Manchester United lækkað verðmiða sinn á Alejandro Garnacho sóknarmanni félagsins.
Napoli sýndi því áhuga að kaupa Garnacho í janúar en þá vildi félagið fá yfir 50 milljónir punda.
Tutto Mercato segir að United sætti sig nú við 40 milljónir punda fyrir kantmanninn frá Argentínu.
Garnacho hefur eins og margir hjá United átt mjög erfitt uppdráttar á þessu tímabili.
Búist er við að nokkur félög sýni honum áhuga og gæti Napoli aftur komið að borðinu en Garnacho er aðeins tvítugur.