Samningur Ilkay Gundogan hjá Manchester City hefur verið framlengdur um eitt ár og gildir nú út næstu leiktíð.
Þessi 34 ára gamli miðjumaður gekk aftur í raðir City síðasta sumar eftir eitt ár hjá Barcelona, en hann var þar áður hjá City um árabil við góðan orðstýr.
Gundogan gerði eins árs samning þegar hann skrifaði undir en með möguleika á eins árs framlengingu. Sá möguleiki hefur nú verið virkjaður.
Gundogan hefur ekki átt sitt besta tímabil, frekar en lið City í heild sinni, á þessari leiktíð en nú er ljóst að hann verður áfram á næstu leiktíð.