Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals var ekki hrifin af klæðaburði Alberts Brynjars Ingasonar í Stúkunni á Stöð2 Sport í gærkvöldi.
Adam er að koma aftur til Vals eftir lánsdvöl á Ítalíu.
Valur og KR gerðu 3-3 jafntefli í gærkvöldi þar sem KR fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar brotið virtist vera fyrir utan teigs.
„Frændi þetta er jafn ogeðslegt outfit og þessi víti hjá KR,“ skrifar Adam í færslu á X-inu.
Adam er þekktur fyrir að vera með tískuna á hreinu og eftir dvöl á Ítalíu fær Albert á baukinn fyrir klæðaburð sinn.
Frændi þetta er jafn ogeðslegt outfit og þessi víti hjá KR 🤢 @Snjalli pic.twitter.com/WR0uoGDweB
— Adam Palsson (@Adampalss) April 14, 2025