Félög í Sádí Arabíu hafa mikinn áhuga á því að fá Andre Onana markvörð Manchester United í sumar.
Ensk blöð segja hins vegar að Onana vilji vera áfram hjá United og berjast fyrir sínu.
Onana var settur út úr hóp hjá liðinu um helgina eftir slæm mistök í síðustu viku gegn Lyon í Evrópudeildinni.
Onana mætti á æfingasvæði United í gær með umboðsmanni sínum en óvíst er hvaða samtal átti sér stað þar.
Talið er að Ruben Amorim vilji fá inn markvörð í sumar og því gæti það hentað félaginu vel ef lið í Sádí Arabíu hafa áhuga.