Jack Grealish sem er þekktur glaumgosi var heldur betur í stuði á sunnudag þegar hann skellti sér ásamt fjórum vinum út á lífið í London.
Grealish spilaði örfáar mínútur í 5-2 sigri Manchester City á Crystal Palace um helgina.
Enski landsliðsmaðurinn var mættur á hinn vinsæla stað, Bagatelle á sunnudag. Þar eyddi hann tæpum 900 þúsund krónum í að gera vel við sig og vini sína í drykk.
„Jack mætti um 22:45 á sunnudag og var lífið og sálin á staðnum,“ segir í enskum blöðum.
„Hann var með fjórum vinum sínum og það var mikið af konum að koma á borðið þeirra. Hann var með lífvörð til að passa að ekkert færi úr böndunum.“
Grealish kemst reglulega á forsíður blaðanna fyrir það að fara út á lífið, eitthvað sem Pep Guardiola stjóri City hefur ekki gaman af.