Real Madrid hefur tekið ákvörðun um það að bjóða ekki Luka Modric nýjan samning þegar núverandi samningur hans klárast í sumar.
Modric er 39 ára gamall og hefur átt frábæra tíma hjá Real Madrid frá árinu 2012.
Hann hefur spilað talsvert í vetur og vildi vera áfram en samkvæmt AS á Spáni verður það ekki.
Modric hefur spilað 583 leiki fyrir Real Madrid og skorað í þeim 43 mörk og lagt upp 93 mörk.
Modric hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og spænsku deildina fjórum sinnum á þessum árum.