Chelsea hefur augastað á Georginio Rutter, leikmanni Brighton, fyrir sumarið samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Hinn 22 ára gamli Rutter hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla en hefur átt flott tímabil með Brighton. Er hann kominn með átta mörk og fjórar stoðsendingar á í öllum keppnum.
Sóknarmaðurinn gekk í raðir Brighton frá Leeds síðasta sumar og skrifaði undir samning sem gildir til 2028. Það myndi því kosta sitt fyrir Chelsea að fá hann í sumar.