Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fær nú mikið lof fyrir að bjóða fyrrverandi starfsmanni félagsins út að borða. Það er vakin athygli á þessu í enskum miðlum í dag.
John Allen var samskiptafulltrúi hjá United og hafði starfað fyrir félagið í 25 ár í hinum ýmsu störfum þegar Sir Jim Ratcliffe tók við lyklunum og rak hann, ásamt hundruðum annarra, síðasta sumar.
Allen var vel liðinn meðal leikmanna og þjálfara hjá United og sést það með þessu uppátæki Fernandes, en hann bauð honum í hádegisverð á vinsælum stað í Cheshire, úthverfi Manchester.
Fernandes hefur, líkt og áður, staðið fyrir sínu á arfaslöku tímabili United. Er hann með 16 mörk og 17 í öllum keppnum.