Inter Miami hefur gríðarlegan áhuga á því að semja við Kevin de Bruyne í sumar þegar samningur hans við Manchester City er á enda.
City ákvað að bjóða De Bruyne ekki nýjan samning og því fer hann frítt.
De Bruyne er 33 ára gamall en David Beckham eigandi Inter Miami er sagður leggja mikla áherslu á að fá hann.
Florian Plettenberg sem er sérfræðingur á markaðnum segir áhugan klárlega vera til staðar en viðræður séu ekki komnar langt á veg.
De Bruyne greindi frá því fyrir rúmri viku að hann væri á förum frá City og síðan þá hefur Inter Miami sett allt af stað.