Frankfurt vill 86 milljónir punda fyrir Hugo Ekitike í sumar, samkvæmt þýska blaðinu Bild.
Þessi 22 ára gamli framherji er afar eftirsóttur og hefur hann til að mynda verið orðaður við Arsenal og Manchester United, sem bæði eru á höttunum eftir framherja í sumar.
Það er þó spurning hvort félögin séu til í að ganga að þessum verðmiða Frankfurt.
Ekitike gekk í raðir Frankfurt frá Paris Saint-Germain síðasta sumar, en hann var þar áður á láni hjá þýska félaginu.
Frakkinn er þá samningsbundinn Frankfurt til 2029 og getur félagið því leyft sér að heimta háa upphæð fyrir hann.