Rory McIlroy vann Masters mótið í golfi í gær en hann hafði lengi beðið eftir því að vinna þetta sögufræga mót.
Rory náði með þessu að verða sá sjötti í sögunni til að vinna öll fjögur stórmótin í golfi.
Rory vann síðast stórmót árið 2014 þegar hann varn The Open en þá fór hann á Old Trafford með bikarinn og fagnaði.
Rory er harður stuðningsmaður Manchester United en hann útilokar ekki að mæta með græna jakkann sem hann vann í gær.
„Ef það getur orðið til þess að liðið spili betur, þá er ég klárlega klár,“ sagði Rory í léttum tón eftir sigurinn í gær en United er í tómu tjóni og tapaði 4-1 gegn Newcastle í gær.