fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
433Sport

Myndband: Þvertók fyrir fullyrðingar Neville – „Það hefur mjög mikið að segja“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 09:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingarnir Gary Neville og Robbie Mustoe tókust á um tímabilið hjá Arsenal og gengi liðsins í setti NBC Sports um helgina.

Eftir 1-1 jafntefli við Brentford sagði Neville að Arsenal hafi tekið skref aftur á bak frá síðustu leiktíð, en liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, langt á eftir toppliði Liverpool. Arsenal hefur hafnað í öðru sæti undanfarin tvö ár.

„Tímabilið mun velta á Meistaradeildinni. Ef þeir vinna hana verður allt fyrirgefið en annars er þetta tímabilið mikil vonbrigði,“ sagði Neville, en Arsenal er 3-0 yfir gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum keppninnar eftir fyrri leikinn.

„Manchester City mun ekki vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í fjögur ár og Arsenal átti að vera liðið sem tæki við. Þeir eru ekki einu sinni nálægt Liverpool. Það eru mikil vonbrigði því manni fannst þeir vera að bæta sig undanfarin ár.“

Mustoe benti á gríðarleg meiðslavandræði Arsenal á leiktíðinni. Bukayo Saka, þeirra besti maður, var lengi frá og það sama má segja um Kai Havertz, Gabriel Jesus og fleiri til.

„Ég tel þá ekki hafa farið til baka. Þeir verða í öðru sæti þriðja tímabilið í röð. Það verður að taka meiðsli lykilmanna inn í myndina. Liverpool er eina liðið sem hefur svo gott sem sloppið við þau. Allir aðrir hafa þurft að glíma við meiðsli. Það hefur mjög mikið að segja. Það er erfitt að halda í við toppinn með öll þessi meiðsli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt skoða Ramsdale

United sagt skoða Ramsdale
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sturluð upphæð sem umboðsmenn fengu á einu ári – Þessi félög borguðu mest

Sturluð upphæð sem umboðsmenn fengu á einu ári – Þessi félög borguðu mest
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besti vinur Messi segir að það sé ekki í plönum hans að hætta – Ætlar á HM á næsta ári

Besti vinur Messi segir að það sé ekki í plönum hans að hætta – Ætlar á HM á næsta ári
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim sagður hafa urðað yfir alla leikmenn United í gær – Hafa nokkrar vikur til að sanna sig

Amorim sagður hafa urðað yfir alla leikmenn United í gær – Hafa nokkrar vikur til að sanna sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rautt spjald og læti í uppbótartíma þegar KR jafnaði gegn Val – Stjarnan með fullt hús stiga

Rautt spjald og læti í uppbótartíma þegar KR jafnaði gegn Val – Stjarnan með fullt hús stiga
433Sport
Í gær

Arne Slot segir að það verði mikið að gera hjá Liveprool í sumar – Ætlar að styrkja liðið mikið

Arne Slot segir að það verði mikið að gera hjá Liveprool í sumar – Ætlar að styrkja liðið mikið
433Sport
Í gær

Fékk svæsna lungnabólgu og mætir ekki í vinnuna á næstunni

Fékk svæsna lungnabólgu og mætir ekki í vinnuna á næstunni