Vefsíðan The Upshot rifjar upp ansi skrautlegt atvik úr sumarfríi Sam Allardyce, Big Sam, hér í denn. Upprunalega var skrifað um atvikið í bókinni No Nonsense.
Eftir erfitt tímabil með Preston 1989 fóru Allardyce og vinir hans til Costa del Sol á Spáni. Þegar þeir voru orðnir þreyttir á sólbaði fékk Allardyce þá hugmynd að glíma.
Einn þeirra, Ronnie Hildersley, náði Allardyce loks niður og í kjölfarið grófu liðsfélagar hans í sandinn með hausinn upp úr.
Þeir smelltu stórum hátalara við eyra hans einnig svo Allardyce var að ærast.
Þeir sóttu hann ekki fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Allardyce var verulega pirraður á þeim tímapunkti en hefur fyrirgefið athæfið á endanum.
Allardyce var orðinn svo svangur að þegar komið var til baka á hótelið pantaði hann sér ellefu spæld egg og borðaði á skömmum tíma.
Allardyce hefur komið víða við á ferlinum og auðvitað stýrt fjölda liða á Englandi, sem og enska landsliðinu um stutt skeið.