Manchester United goðsögnin var allt annað en hrifinn af frammistöðu Altay Bayindir í tapi liðsins gegn Newcastle í gær.
Newcastle vann þægilegan 4-1 sigur á United en Tyrkinn var í markinu í fjarveru Andre Onana, sem hefur átt erfitt uppdráttar.
Bayindir leit sérstaklega illa út í síðasta marki Newcastle sem Bruno Guimaraes skoraði og fékk hann á baukinn frá Keane á Sky Sports.
„Auðvitað var þetta honum að kenna. Þetta var allt of áhættusöm sending og á þessu stigi verður ákvarðanatakan að vera betri. Ég skil þetta ekki,“ sagði Keane.
„Þarna ertu kominn á meðal stóru strákana. Newcastle hefur verið að standa sig vel svo þú þarft að vinna heimavinnuna þína, vita hverjum þú ert að mæta og hvernig þeir pressa þig.“