Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni gæti Barcelona íhugað að selja lykilmann sinn, Raphinha, í sumar til að fá inn fjármagn.
Hinn 28 ára gamli Raphinha er að eiga flott tímabil í Katalóníu, en Börsungar eru á toppi La Liga og komnir langleiðina í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Félög í Sádi-Arabíu eru sögð á meðal þeirra sem horfa til Raphinha, en þar á bæ horfa menn stöðugt í að stækka vöruna sem deildin þar er með því að fá inn fleiri stjörnur.
Þrátt fyrir mikilvægi Brasilíumannsins gæti sem fyrr segir farið svo að Barcelona selji Raphinha, en myndi ekki samþykkja tilboð nema upp á um 80 milljónir punda.