Marco Asensio klúðraði tveimur vítaspyrnum á laugardag þegar Aston Villa vann öruggan sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Villa fékk tvær vítaspyrnur í leiknum og fékk Spánverjinn að taka þær báðar sem skilaði ekki marki.
Asensio varð um leið fyrsti leikmaðurinn í níu ár í ensku úrvalsdeildinni til að klikka á tveimur spyrnum í sama leik.
Saido Berahino, fyrrum leikmaður West Bromwich Albion, klikkaði á tveimur spyrnum árið 2015 í leik gegn Watford.
Aðrar stjörnur komast einnig á listann en nefna má Darren Bent hjá Sunderland og Juan Pablo Angel gegn Fulham en hann lék einnig með Villa en árið 2005.