Eddie Howe stjóri Newcastle er með lungnabólgu og verður ekki á hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum liðsins. Félagið staðfestir þetta.
Þessi 47 ára gamli stjóri var lagður inn á spítala um helgina en hann missti af æfingu liðsins á föstudag vegna veikinda.
Hann var svo ekki á hliðarlínunni í 4-1 sigri liðsins á Manchester United í gær vegna veikinda.
Mikill vökvi var komin í lungun á Howe sem þarf að taka því rólega næstu dagana.
Félagið segir að Howe verði ekki á hliðarlínunni gegn Crytsal Palace og Aston Villa á meðan hann nær bata.