West Ham ætlar sér að sækja nýjan aðalmarkvörð fyrir næstu leiktíð og er Caoimhin Kelleher hjá Liverpool efstur á blaði samkvæmt The Sun.
Alphonse Areola er aðalmarkvörður West Ham sem stendur en hann hefur ekki heillað á þessari leiktíð. Því er líklegt að nýr maður standi í rammanum í haust.
Kelleher er varamarkvörður Liverpool en hefur gjarnan staðið sig vel þegar kallað er í hann. Hann vill þó verða aðalmarkvörður og ljóst er að það gerist ekki á Anfield, þar sem Alisson er á undan honum í goggunarröðinni og Giorgi Mamardashvili kemur í sumar.
Liverpool er til í að hleypa honum burt á 20 milljónir punda en West Ham er einnig opið fyrir því að fá hann á láni. Það er þó líklegra að Liverpool vilji selja og fá pening í kassann.
Aaron Ramsdale er einnig orðaður við West Ham. Hann er fáanlegur á um 20 milljónir punda einnig, en hann er hluti af arfaslöku liði Southampton sem er skítfallið úr ensku úrvalsdeildinni.
West Ham hefur valdið vonrigðum á leiktíðinni og er í 17. sæti sem stendur, þó 14 stigum frá fallsæti.