Besta deild kvenna hefst á morgun og deildin heldur áfram að senda frá sér kynningarefni.
Í nýjustu stiklunni heldur Anna Svava Knútsdóttir, nýráðinn sérfræðingur deildarinnar, áfram að fara yfir þá hluti sem hún telur að muni auka veg deildarinnar.
Að þessu sinni beinir Anna sjónum sínum að fögnum. Það eru stelpurnar í Tindastóli sem fá einkakennslu í því hvernig eigi að fagna mörkum og hugmyndir Önnu að góðu fagni eru vægasagt óvenjulegar.