Chelsea er strax byrjað að leita að eftirmanni Jadon Sancho samkvæmt spænska miðlinum AS sem er þó nokkuð umdeildur.
AS greinir frá því að Chelsea sé að skoða mann að nafni Jesus Rodriguez sem spilar með Real Betis á Spáni.
Rodriguez hefur átt mjög gott tímabil með Betis sem er í Sambandsdeildinni líkt og Chelsea þessa stundina.
Sancho er á lánssamningi hjá Chelsea út tímabilið en félagið getur svo keypt hann í sumar en gæti mögulega reynt að sleppa við það.
Sancho er sjálfur samningsbundinn Manchester United en allt bendir til þess að hann eigi enga framtíð fyrir sér hjá því félagi.