Kevin de Bruyne hefur staðfest það að hann sé ekki að leggja skóna á hilluna en hann er að öllum líkindum að yfirgefa England.
De Bruyne hefur staðfest það að hann kveðji Manchester City í sumar og er ólíklegt að hann semji við annað félag þar í landi.
De Bruyne verður 34 ára gamall á þessu ári en hann hefur undanfarin tíu ár leikið með City og er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins.
Belginn er orðaður við bæði Bandaríkin og Sádi Arabíu en hann stefnir á að leika á HM 2026 með belgíska landsliðinu.
,,Eftir þennan kafla hjá Manchester City þá vil ég halda áfram að spila,“ sagði miðjumaðurinn við TNT.
,,Við sjáum til hvar ég skrifa undir,“ bætti Belginn við en hann verður fáanlegur á frjálsri sölu í sumarglugganum.