Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, er mögulega á leið til heimalandsins frekar en stórliðs eins og Barcelona.
Barcelona hefur oft verið orðað við þennan öfluga fjölhæfa leikmann sem verður samnngslaus 2026.
Samkvæmt A Bola þá er Benfica í Portúgal að gera sér vonir um að krækja í leikmanninn fyrir næsta tímabil.
Silva þyrfti væntanlega að taka á sig mikla launalækkun ef hann semur við Benfica og hvort hann hafi áhuga á að fara aftur heim er ekki víst.
Silva er aðeins þrítugur í dag og er uppalinn hjá Benfica en hann færði sig til Monaco árið 2015 og hélt síðan til Englands.
Sumir miðlar greina frá því að Silva sé tilbúinn að taka á sig launalækkun fyrir skrefið og að hann vilji spila í heimalandinu næsta vetur.