Það eru fáar konur í knattspyrnuheiminum sem eru jafn umdeildar og kona sem ber nafnið Wanda Nara og er í dag orðin heimsfræg.
Wanda er oft kölluð athyglissjúk og er mjög dugleg á samskiptamiðlinum Instagram en hún er fyrrum eiginkona framherjans Mauro Icardi.
Samband þeirra stóð yfir í langan tíma en var þó stormasamt á tímum – í dag er Wanda einhleyp en býr með börnum sínum í Argentínu.
Icardi er sjálfur enn að spila og leikur í Tyrklandi en hann hefur eignast nýja kærustu þar í landi.
Wanda ákvað að vekja athygli á sér á Instagram síðu sinni nú í gær en hún hefur áhuga á því að selja fatnað sem ber heitið ‘Bad Bitch.’
Wanda frumsýndi sína fyrstu flík á Instagram síðunni í gær og vekur athygli á ‘Wandanarashop’ á Instagram þar sem fólk getur nálgast klæðnaðinn.
Eins og sjá má í meðfylgjandi myndum er um knattspyrnutreyjur að ræða og minnir búningurinn ansi mikið á Inter Miami í Bandaríkjunum.
Þetta má sjá hér.