Andre Onana verður ekki í hóp hjá Manchester United í dag sem heimsækir Newcastle í efstu deild Englands.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano en Onana hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína gegn Lyon í vikunni.
Samkvæmt Romano þá vill Ruben Amorim, stjóri United, að Onana taki sér frí frá fótbolta eftir erfiða viku.
Amorim ræddi við Onana eftir leikinn gegn Lyon og tjáði honum þessa ákvörðun – hann mun snúa aftur í seinni leiknum gegn Lyon á fimmtudag.