Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, segist vera heppinn að vera ekki fótbrotinn eftir leik liðsins við Brentford í gær.
Martinelli var alls ekki ánægður með tæklingu Christian Norgaard, leikmanns Brentford, en fyrir ansi ljótt brot fékk sá síðarnefndi gult spjald.
Brassinn vill meina að Norgaard hafi átt að fá rautt fyrir brotið og að hann sjálfur sé heppinn að vera ekki alvarlega meiddur.
,,Ég hef ekki séð þetta aftur en að mínu mati, ef fóturinn hefði verið í grasinu þá hefði hann auðveldlega getað fótbrotið mig,“ sagði Martinelli.
,,Hann sagði að þetta hafi ekki verið viljaverk og ég trúi því en hann hefði samt getað brotið á mér fótinn.“
,,Að mínu mati þá var þetta rautt spjald, ég þarf að sjá þetta aftur til að vera viss en þetta var groddaralegt brot.“