Það er allt í rugli hjá Kyle Walker enn eina ferðina en hann er leikmaður AC Milan á Ítalíu og fyrrum leikmaður Manchester City og Tottenham.
Walker er á lánssamningi hjá Milan og er því enn bundinn City en ítalska félagið getur og mun líklega kaupa hann í sumar.
Walker hefur margoft komist í fréttirnar erlendis fyrir samband sitt við konu að nafni Lauryn Goodman en þau eiga saman tvö börn.
Walker hélt framhjá eiginkonu sinni, Annie Kilner, allavega tvisvar en hún ákvað í bæði skiptin að fyrirgefa framhjáhaldið.
Nú er Walker fjölskyldan að íhuga það að kæra Goodman sem er að skrifa sína ævisögu þar sem allt í einkalífinu mun koma fram og þar á meðal samband hennar og Walker.
Hjónin eru tilbúin að fara í ‘stríð’ við Goodman og vilja alls ekki að ákveðnir hlutir komi fram í þessari bók sem verður líklega gefin út á þessu ári.
Walker og Kilner eru vongóð um að þessi ævisaga verði að engu en framhaldið er afsakaplega óskýrt þessa stundina.