John Terry, goðsögn Chelsea, er sannfærður um það að þeir ‘ósnertanlegu’ í Arsenal árið 2004 ættu ekki roð í hans menn hjá Chelsea tímabili seinna.
Arsenal er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna deildina taplaust sem gerðist 2004 áður en Jose Mourinho mætti til Chelsea og gerði liðið að meisturum.
Arsenal átti gríðarlega gott tímabil þann veturinn en gerði 12 jafntefli – eitthvað sem Terry bendir sjálfur á.
Chelsea fékk 95 stig tímabili seinna og tapaði aðeins einum leik en það var gegn Manchester City.
,,Ég held að það sé bara ekki hægt að bera saman Chelsea frá 2004-2005 og þá ‘ósnertanlegu,’ sagði Terry.
,,Við vorum miklu betri, við töpuðum einum leik og áttum aldrei að tapa gegn Manchester City. Arsenal gerði 12 jafntefli.“