Manchester United gæti átt von á risaupphæð í sumar ef sóknarmaðurinn Mason Greenwood ákveður að færa sig um set.
Greenwood er uppalinn hjá United en spilar með Marseille í Frakklandi í dag og hefur staðið sig mjög vel þar í landi.
Samkvæmt Fichajes þá er lið í Sádi Arabíu tilbúið að borga 90 milljónir evra fyrir Greenwood sem er engin smá upphæð.
United mun fá helminginn af þeirri upphæð eða 45 milljónir evra sem myndi hjálpa liðinu gríðarlega á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Greenwood er sjálfur talinn vera ánægður í Marseille en franska liðið gæti neyðst til að selja ef upphæðin er svo há.
United mun fá helminginn af næstu sölu Greenwood og ljóst er að ekkert félag í Evrópu mun borga sömu upphæð fyrir Englendinginn.