Ederson, markvörður Manchester City, lagði upp mark fyrir liðið í gær sem spilaði gegn Crystal Palace í efstu deild Englands.
Ederson hefur lengi verið einn öflugasti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Englands árið 2017.
Brassinn er afskaplega góður með boltann og er það aðal ástæða þess að Pep Guardiola fékk hann til félagsins á sínum tíma.
Ederson hefur nú lagt upp sjö mörk í úrvalsdeildinni á ferlinum sem er meira en nokkur markvörður hefur gert í sögunni.
Það eru litlar líkur á að það met verði bætt á næstu árum en Ederson er enn aðeins 31 árs gamall og getur bætt við þetta frábæra met.