Eddie Howe, stjóri Newcastle, verður ekki á hliðarlínunni í dag er lið hans spilar við Manchester United.
Ástæðan eru einhvers konar veikindi en Newcastle tekur ekki fram hvað nákvæmlega sé að þjálfaranum.
Howe var fluttur á sjúkrahús á föstudagskvöld og hefur liðið illa síðan þá en vonandi er ekki um alvarleg veikindi að ræða.
Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Newcastle sem er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.
Liðið er fyrir leik með 53 stig og er tíu stigum á undan andstæðingum sínum frá Manchester sem eru um miðja deild.