Liverpool fékk þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti West Ham í nokkuð dramatískum leik.
Liverpool hafði betur 2-1 en það var Virgil van Dijk sem tryggði liðinu þrjú stig undir lok leiks stuttu eftir jöfnunarmark gestanna.
Chelsea missteig sig í Meistaradeildarbaráttunni á sama tíma og gerði 2-2 jafntefli við Ipswich á heimavelli.
Chelsea var 2-0 undir eftir fyrri hálfleikinn en tókst að jafna metin í þeim síðari og bjarga stigi.
Wolves var þá í miklu stuði gegn Tottenham og skoraði fjögur mörk gegn gestunum í mjög góðum heimasigri.
Liverpool 2 – 1 West Ham
1-0 Luis Diaz(’18)
1-1 Andy Robertson(’86, sjálfsmark)
2-1 Virgil van Dijk(’89)
Chelsea 2 – 2 Ipswich
0-1 Julio Enciso(’19)
0-2 Ben Johnson(’31)
1-2 Axel Tuanzebe(’46, sjálfsmark)
2-2 Jadon Sancho(’79)
Wolves 4 – 2 Tottenham
1-0 Rayan Ait Nouri(‘2)
2-0 Djed Spence(’38, sjálfsmark)
2-1 Mathys Tel(’59)
3-1 Jorgen Strand Larsen(’64)
3-2 Richarlison(’85)
4-2 Matheus Cunha(’86)