Newcastle 4 – 1 Man Utd
1-0 Sandro Tonali(’24)
1-1 Alejandro Garnacho(’37)
2-1 Harvey Barnes(’49)
3-1 Harvey Barnes(’64)
4-1 Bruno Guimaraes(’77)
Manchester United fékk skell í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle.
Leikurinn var jafn eftir fyrri hálfleik en Alejandro Garnacho hafði séð um að skora jöfnunarmark gestaliðsins.
Þá var röðin komin að Harvey Barnes sem átti eftir að skora tvennu í seinni hálfleiknum og kom sínum mönnum í 3-1.
Bruno Guimaraes gulltryggði Newcastle svo sigurinn er stutt var eftir og 4-1 lokatölur á St. James’ Park.