Vestri 1 – 0 FH
1-0 Daði Berg Jónsson(’38)
Vestri vann flottan heimasigur í Bestu deild karla í dag er liðið spilaði við FH í annarri umferð sumarsins.
Vestri náði í stig gegn Val í fyrstu umferð og gerði enn betur í dag með sigri í fyrsta heimaleiknum.
Daði Berg Jónsson gerði eina markið í fyrri hálfleik og tryggði Vestra sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
FH byrjar brösuglega þetta árið en liðið tapaði 2-1 gegn Stjörnunni í fyrstu umferð.