Fram vann ótrúlegan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Það stefndi allt í að Blikar myndu vinna nokkuð sannfærandi útisigur en staðan var 0-2 er um 18 mínútur voru eftir.
Þá gerðist eitthvað sem enginn bjóst við en Fram skoraði heil fjögur mörk á tíu mínútum og sneri leiknum algjörlega sér í vil.
Varamaðurinn Guðmundur Magnússon átti stóran þátt í því en hann skoraði tvö mörk eftir innkomu á 66. mínútu.
Víkingur Reykjavík vann KA örugglega 4-0 á sama tíma þar sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvennu og meiddist skömmu síðar.
Fram 4 – 2 Breiðablik
0-1 Óli Valur Ómarsson(’17)
0-2 Tobias Thomsen(’38)
1-2 Sigurjón Rúnarsson(’72)
2-2 Kennie Chopart(’75)
3-2 Guðmundur Magnússon(’80)
4-2 Guðmundur Magnússon(’82)
Víkingur R. 4 – 0 KA
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson(‘3)
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson(’14)
3-0 Karl Friðleifur Gunnarsson(’24)
4-0 Helgi Guðjónsson(’55)