Afturelding 0 – 0 ÍBV
Öðrum leik Bestu deildar karla þessa helgina var nú að ljúka en spilað var í Mosfellsbæ.
Afturelding tók á móti ÍBV í leiknum en bæði þessi lið tryggðu sér sæti í efstu deild síðasta sumar.
Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og eru enn án sigurs eftir leikinn nú í kvöld.
Rúmlega 700 manns voru mættir á leikinn sem lauk með markalausu jafntefli að þessu sinni.