Það er allt klappað og klárt þegar kemur að samningamálum varnarmannsins Virgil van Dijk sem spilar með Liverpool.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en hann segir að samningar hafi náðst og að Van Dijk sé búinn að krota undir.
Það eina sem er eftir er tilkynning frá Liverpool en það er von á henni í dag eða þá snemma í vikunni.
Van Dijk verður 34 ára gamall í sumar en hann hefur leikið með Liverpool frá árinu 2018.
Talið er að Hollendingurinn geri tveggja ára samning sem gildir til ársins 2027.
🔴🔐 All details of Virgil van Dijk’s new deal are agreed and documents have been approved by lawyers.
Next step: official statement. #LFC 🇳🇱 pic.twitter.com/bqoE7np1sX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 12, 2025