Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, staðfestir það að það sé ‘rotta’ á meðal leikmanna eða starfsmanna sem er að leka upplýsingum í fjölmiðla.
Það vakti athygli í vikunni er fjölmiðlar í Bretlandi greindu frá því að Wilson Odobert, leikmaður Tottenham, væri meiddur aftan í læri og myndi missa af leik gegn Frankfurt í Evrópudeildinni.
Þær fréttir komu ekki frá Tottenham en síðar kom í ljós að Odobert er heill heilsu og var á bekknum í 1-1 jafnteflinu við þá þýsku – hann var ónotaður varamaður.
Postecoglou veit að það er einhver í teymi liðsins sem er að blaðra við fjölmiðla – eitthvað sem hann er að sjálfsögðu ekki hrifinn af.
,,Það er engin spurning, rottan er á meðal okkar. Þetta er einhver sem heldur áfram að dæla fréttum í blöðin,“ sagði Postecoglou.
,,Þetta hjálpar okkur ekki, þetta gerir starfið okkar erfðara. Við erum að reyna að halda öllu okkar á milli því við viljum ekki að andstæðingarnir viti liðsvalið fyrir leik.“
,,Það er einhver á meðal okkar sem er að leka þessu til fjölmiðla og við höfum hugmynd um hvaðan það kemur.“