Wayne Rooney hefur ekki upplifað sjö dagana sæla í þjálfun undanfarin ár en hann er fyrrum leikmaður og núverandi goðsögn Manchester United.
Rooney hefur reynt fyrir sér sem þjálfari en var rekinn frá Plymouth á þessu tímabili og entist aðeins 83 daga í starfi hjá Birmingham fyrir það.
The Sun hafði samband við náin vin Rooney sem ræddi stöðu leikmannsins í dag en hann er sjálfur pollrólegur og er ekki að flýta sér að finna næsta verkefni.
Það er markmið Rooney að gerast frábær þjálfari í framtíðinni en á meðan þá er hann duglegur að hitta gamla vini og fara út á lífið að sögn heimildarmannsins.
Englendingurinn er að njóta þess að vera frá fótboltanum í bili en mun væntanlega snúa aftur einn daginn.
,,Wayne nýtur þess í botn að vera frá fótboltanum á meðan hann bíður eftir næsta tækifærinu í þjálfun,“ sagði heimildarmaðurinn.
,,Hann hefur efni á því að fara hvert sem er í heiminum en er duglegur að heimsækja Croxteth. Hann elskar það því hann getur verið hann sjálfur og fengið sér drykki með gömlum vinum.“