Styrmir Sigurðsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Það er hiti á Túfa, þjálfara Vals, eftir jafntefli gegn Vestra í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Ekki eru allir sannfærðir um að Túfa sé rétti maðurinn í starfið, en hann tók við af Arnari Grétarssyni í fyrra.
„Ég hálfvorkenni Túfa. Það er byrjað að tala um hann fyrir mót og hann hefur ekkert gert nema að vinna Lengjubikarinn,“ sagði Styrmir í þættinum.
„Þráðurinn er stuttur því þeir gerðu verr eftir að hann kom inn í fyrra. Hann hefur bara þjálfað lið í neðri hlutanum og ég skil alveg að þráðurinn sé smá stuttur, út frá því. Valur vill bara halda áfram og vinna titla, ekki fara í einhverja enduruppbygginu,“ sagði Hrafnkell.