Fiorentina mun framlengja samning markmannsins David de Gea sem kom til félagsins fyrir tímabilið.
Þetta staðfestir forseti ítalska félagsins, Rocco Comisso, en De Gea verður samningslaus í sumar.
Spánverjinn hefur staðið sig með prýði á Ítalíu undanfarna mánuði en hann var áður lengi á mála hjá Manchester United.
De Gea hefur verið orðaður við þónokkur félög og þar á meðal United en hann er ekki á förum að sögn Comisso.
,,Hann verður áfram hjá okkur á næsta tímabili,“ sagði Comisso um framhaldið.