Dele Alli, fyrrum undrabarn Tottenham, segir að hann hafi sjaldan ef einhvern tímann fengið ráð frá fyrrum stjóra liðsins, Mauricio Pochettino.
Pochettino og Alli áttu fínasta samstarf hjá félaginu en ferill Alli hefur verið á mikilli niðurleið undanfarin ár vegna andlegra vandamála og einnig meiðsla.
Alli er í dag leikmaður Como á Ítalíu en hann hefur lítið spilað fótbolta undanfarin ár eftir misheppnaða dvöl hjá Everton.
Alli er ekki að gagnrýna samstarf sitt og Poch en segir að Argentínumaðurinn hafi einfaldlega hvatt sig í að ‘vera hann sjálfur’ á vellinum sem skilaði oft góðum árangri.
,,Það sem Poch sagði við mig var að ég ætti að vera ég sjálfur, hann gaf mér varla ráð,“ sagði Alli.
,,Það eina sem hann vildi var að leyfa mér að vera ég sjálfur á vellinum.“