Joshua Zirkzee, leikmaður Manchester United, segir að það sé ekkert vit í því að aflífa markvörðinn Andre Onana fyrir frammistöðu sína í vikunni.
Onana átti ekki góðan leik er United gerði 2-2 jafntefli við Lyon en fyrri leikurinn var spilaður í Frakklandi.
Onana gerði sig sekan um allavega tvö mistök í þessum leik en Lyon jafnaði metin á 95. mínútu og er því vel á lífi fyrir seinni leikinn næsta fimmtudag.
Onana var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í þessum leik en Ruben Amorim, stjóri liðsins, reyndi að koma Senegalanum til varnar í kjölfarið.
,,Við erum eitt lið, við erum ekki að fara að aflífa einvhern fyrir að gera mistök. Það væri fáránlegt,“ sagði Zirkzee sem skoraði annað mark United í leiknum.
,,Að gera svona jafntefli er alltaf… Ég vil ekki segja pirrandi en þetta særir okkur. Við þurfum bara að horfa í næsta leik sem er gegn Newcastle.“