Nottingham Forest missteig sig í Meistaradeildarbaráttunni í dag er liðið mætti Everton á heimavelli.
Everton hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarnar vikur og vann flottan 1-0 útisigur með marki frá Abdoulaye Doucoure undir lok leiks.
Aston Villa var í engum vandræðum með lið Southampton og vann 3-0 útisigur en það síðarnefnda er fallið.
Marco Asensio mun vilja gleyma þessum leik en hann klikkaði á tveimur vítaspyrnum í viðureigninni sem er ansi sjaldgæft.
Brighton og Leicester áttust þá við og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli á Amex vellinum.