Manchester City 5 – 2 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze(‘8)
0-2 Chris Richards(’21)
1-2 Kevin de Bruyne(’33)
2-2 Omar Marmoush(’36)
3-2 Mateo Kovacic(’47)
4-2 James McAtee(’56)
5-2 Nico O’Reilly(’79)
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Manchester City fékk Crystal Palace í heimsókn.
Fyrsti leikurinn fór af stað 11:30 en það eru svo þrír leikir framundan klukkan 14:00 og einn 16:30 þar sem Arsenal mætir Brentford.
Englandsmeistararnir unnu flottan heimasigur í þessum leik og lyftu sér upp í fjórða sætið fyrir ofan Chelsea og Newcastle.
Leikurinn var hálf ótrúlegur en City lenti 2-0 undir á heimavelli áður en liðið sneri leiknum sér í vil og vann 5-2 sigur.
Palace er enn í 11. sæti deildarinnar og er með 43 stig og á enn smá von á því að ná Evrópusæti ef vel gengur í næstu leikjum.