Arsenal náði ekki að minnka forskot Liverpool niður í átta stig á Englandi í dag er liðið mætti Brentford.
Arsenal var að mæta aftur til leiks eftir frábæran sigur í miðri viku gegn Real Madrid, 3-0.
Thomas Partey var frábær í þeim leik og hann sýndi gæði sín í dag og skoraði opnunarmarkið á Emirates.
Arsenal hélt forystunni ekki lengi en Yoane Wissa jafnaði metin skömmu síðar fyrir gestina í Brentford.
Leikurinn var heilt yfir engin frábær skemmtun en heimaliðið ógnaði þó töluvert meira en gestirnir.