Arsenal þarf á sigri að halda í dag til að halda í einhverja von um að geta barist við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn.
Arsenal spilar við Brentford á heimavelli og mætir til leiks eftir frábæran 3-0 sigur á Real Madrid í miðri viku.
Heimaliðið getur minnkað forskot Liverpool niður í átta stig með sigri en það síðarnefnda á leik til góða eftir viðureignina í dag.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Arsenal: Raya, Partey, Saliba, Kiwior, Tierney, Zinchenko, Jorginho, Rice, Nwaneri, Martinelli, Trossard
Brentford: Flekken, Ajer, Van Den Berg, Collins, Lewis-Potter, Norgaard, Janelt, Damsgaard, Mbeumo, Schade, Wissa