Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur gefið í skyn að vængmaðurinn Ansu Fati fái mögulega fleiri tækifæri á þessu tímabili.
Flick gagnrýndi Fati fyrr á þessu tímabili en hann var óánægður með viðhorf leikmannsins og hans framlag á æfingum.
Fati var gríðarlegt undrabarn á sínum tíma en meiðsli settu strik í reikninginn og var hann lánaður til Brighton á síðasta tímabili.
Hingað til hefur Fati aðeins spilað fjóra deildarleiki fyrir Barcelona en þá níu leiki í öllum keppnum án þess að skora.
Fati er enn aðeins 22 ára gamall og á framtíðina fyrir sér en hann hefur leikið tíu landsleiki fyrir Spán.
,,Ansu Fati er nú búinn að bæta sig mikið og er að æfa á miklu hærra stigi,“ sagði Flick þegar kom að leikmanninum.